Öll eyðublöð Sandgerðisbæjar á Netinu
Nú getur fólk sótt um leikskólapláss, atvinnu, byggingarlóð og ýmislegt annað hjá Sandgerðisbæ með því að senda rafræna umsókn í gegnum Internetið.Allir sem senda inn rafræna umsókn eignast sitt eigið örugga NetBox hjá Form.is þar sem þeir eignast afrit af sínum umsóknum og fá svör og niðurstöður frá Sandgerðisbæ. Um leið og svar berst frá Sandgerðisbæ inn í NetBoxið þitt, færðu einnig tölvupóstu á netfangið sem þú skráðir þegar þú sendir inn umsókn.
Sandgerði er 11 sveitarfélagið sem nýtir sér örugga miðlun Form.is til að miðla umsóknum og svörum til viðskiptavina.
Sandgerði er 11 sveitarfélagið sem nýtir sér örugga miðlun Form.is til að miðla umsóknum og svörum til viðskiptavina.