Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Olíuslys við Garðskaga - Fjaran löðrandi í olíu
Miðvikudagur 22. júní 2011 kl. 09:37

Olíuslys við Garðskaga - Fjaran löðrandi í olíu

Olía virðist hafa farið í sjóinn við Garðskaga í gærkvöldi og stóran olíuflekk rekið upp í fjöruna við gamla vitann á Garðskaga. Fólk sem kom til að fylgjast með sólsetrinu á sumarsólstöðum í gær fann megna olíulykt á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mikil olíubrák var á sjónum og grjót í fjörunni var löðrandi í olíu á stóru svæði. Málið var tilkynnt til Neyðarlínunnar seint í gærkvöldi og samkvæmt upplýsingum frá Ásmundi Friðrikssyni, bæjarstjóra í Garði, hefur viðeigandi yfirvöldum verið gert viðvart. Hann átti von á því að Umhverfisstofnun væri komin í málið, þegar Víkurfréttir höfðu samband við hann kl. 09 í morgun.

Nú er háflóð á Garðskaga og það svæði sem var löðrandi í olíu á miðnætti í gær á kafi í sjó. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig ástandið verður í fjörunni á Garðskaga þegar fellur út að nýju.

Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta, á Garðskaga á miðnætti í gær.


Eins og sjá má er fjörugrjótið löðrandi í svartri olíu.


Hér má sjá glögglega í fjörunni hvernig olían litar fjörugrjótið dökkt.


Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar í Garði, kannar ástandið á miðnætti í gær.