Olíuleki í nýja Happasæl KE
Netabáturinn Happasæll KE kom til landsins í síðustu viku eftir næstum 50 daga siglingu frá Guangzhou í Kína þar sem skipið var smíðað. Nú standa yfir viðgerðir á bátnum vegna olíuleka en eigandi hans, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, gerir ráð fyrir að báturinn fari til veiða um miðjan næsta mánuð.
Forsíðumynd: Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og eiginkona hans, Gerða Halldórdóttir hafa rekið útgerðina Happa efh. síðan áramótin 1978/79 og þetta er fjórða skipið sem þau eiga með þessu nafni.
Guðmundur Rúnar og eiginkona hans, Gerða Halldórdóttir hafa rekið útgerðina Happa efh. síðan áramótin 1978/79 og þetta er fjórða skipið sem þau eiga með þessu nafni. Báturinin er 246 brúttótonn, 29 metra langur og 9 metra breiður.
„Ég verð með tíu menn í áhöfn en í bátnum eru kojur fyrir 15 menn. Báturinn hefur verið útbúinn með öllu því nýjasta og besta sem til er fyrir netaveiðar“, segir Guðmundur Rúnar en hann gerir ráð fyrir að Happasæll KE fari til veiða á tímabilinu 10.-15. október. „Það er mikið að gera um borð. Við urðum fyrir því óhappi að fá smá olíuleka niður í lúkar. Við erum núna að rífa allt í burtu og gera upp á nýtt.“
Ertu ánægður með nýja bátinn?
„Við erum ánægð með bátinn en við erum ekki ánægð með að þurfa að byrja á að rífa allt innan úr nýju skipi. En það þýðir ekkert að væla yfir því. Vandamálin eru til að reyna að bæta þau og gera gott úr þeim. Útvegsmenn og sjómenn hafa nú þurft að gera það í gegnum tíðina. Við værum ekki hér í dag ef við gengjum um með klútinn fyrir augunum, hvorki áhöfn né útvegsmenn. Útvegsmenn í dag þurfa að hafa mikinn kjark og það þýðir ekkert að leyna því“, segir Guðmundur að endingu áður en hann heldur áfram að gera við nýja skipið sitt.
Forsíðumynd: Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og eiginkona hans, Gerða Halldórdóttir hafa rekið útgerðina Happa efh. síðan áramótin 1978/79 og þetta er fjórða skipið sem þau eiga með þessu nafni.
Guðmundur Rúnar og eiginkona hans, Gerða Halldórdóttir hafa rekið útgerðina Happa efh. síðan áramótin 1978/79 og þetta er fjórða skipið sem þau eiga með þessu nafni. Báturinin er 246 brúttótonn, 29 metra langur og 9 metra breiður.
„Ég verð með tíu menn í áhöfn en í bátnum eru kojur fyrir 15 menn. Báturinn hefur verið útbúinn með öllu því nýjasta og besta sem til er fyrir netaveiðar“, segir Guðmundur Rúnar en hann gerir ráð fyrir að Happasæll KE fari til veiða á tímabilinu 10.-15. október. „Það er mikið að gera um borð. Við urðum fyrir því óhappi að fá smá olíuleka niður í lúkar. Við erum núna að rífa allt í burtu og gera upp á nýtt.“
Ertu ánægður með nýja bátinn?
„Við erum ánægð með bátinn en við erum ekki ánægð með að þurfa að byrja á að rífa allt innan úr nýju skipi. En það þýðir ekkert að væla yfir því. Vandamálin eru til að reyna að bæta þau og gera gott úr þeim. Útvegsmenn og sjómenn hafa nú þurft að gera það í gegnum tíðina. Við værum ekki hér í dag ef við gengjum um með klútinn fyrir augunum, hvorki áhöfn né útvegsmenn. Útvegsmenn í dag þurfa að hafa mikinn kjark og það þýðir ekkert að leyna því“, segir Guðmundur að endingu áður en hann heldur áfram að gera við nýja skipið sitt.