Ólíklegt að flaki Guðrúnar Gísladóttur KE verði bjargað af hafsbotni við Noreg
Líkur eru á að flak Guðrúnar Gísladóttur KE 15 verði ekki bjargað af Íslendingum þar sem ekki er talið borga sig fyrir eigendur og tryggingafélag að bjarga skipinu af hafsbotni. Skipið sökk að morgni 19. júní síðastliðinn þegar reynt var að draga það af strandstað við Lófót í Norður Noregi. Þar með er talið að um 2,5 miljarðar króna hafi horfið í hafið og eru þá ótaldar þær útflutningstekjur sem þetta mikla og eitt fullkomnasta skip sem Íslendingar hafa nokkru sinni eignast, hefði getað útvegað þjóðfélaginu ef ferill þess hefði orðið lengri.Kafarar hafa undanfarna daga unnið að því að skoða flak þessa rúmlega 70 metra langs skips þar sem það liggur á stjórnborðshlið á sandbotni á 40 metra dýpi. Nót skipsins hefur náðst upp en hún skapaði hættu þar sem hún flaut í yfirborðinu. Ljósmyndir sem kafararnir hafa tekið sýna að enn fljóta kaðlar og annað upp frá flakinu. Botn skipsins virðist mjög illa skemmdur þar sem hann hefur steytt á skerinu.
Að kröfu mengunarvarna norska ríkisins skilaði útgerð Guðrúnar Gísladóttir áætlun í dag um hvernig eigi að haga olíuhreinsun úr flakinu en um 300 tonn af olíu eru í því. Norðmenn óttast mengunarslys og fylgjast náið með hugsanlegum olíuleka. Einnig eru tæp 1.000 tonn af síld um borð sem geta orðið mikið umhverfisvandamál þegar rotnun hefst.
Á miðvikudag heldur tryggingafélag útgerðarinnar, sem er Tryggingamiðstöðin, fund með endurtryggingafélagi og hönnuðum skipsins og þá er að vænta ákvörðunar um hvað gert verður við flakið. Líklega verður það boðið björgunarfélögum til kaups þar sem það liggur eftir að búið er að hreinsa út því olíuna. Frá þessu var greint í Ríkisútvarpinu í kvöld.
Að kröfu mengunarvarna norska ríkisins skilaði útgerð Guðrúnar Gísladóttir áætlun í dag um hvernig eigi að haga olíuhreinsun úr flakinu en um 300 tonn af olíu eru í því. Norðmenn óttast mengunarslys og fylgjast náið með hugsanlegum olíuleka. Einnig eru tæp 1.000 tonn af síld um borð sem geta orðið mikið umhverfisvandamál þegar rotnun hefst.
Á miðvikudag heldur tryggingafélag útgerðarinnar, sem er Tryggingamiðstöðin, fund með endurtryggingafélagi og hönnuðum skipsins og þá er að vænta ákvörðunar um hvað gert verður við flakið. Líklega verður það boðið björgunarfélögum til kaups þar sem það liggur eftir að búið er að hreinsa út því olíuna. Frá þessu var greint í Ríkisútvarpinu í kvöld.