Ölið fór illa í fólk í nótt
Nokkuð var um ölvun á Suðurnesjum í nótt og höfðu lögreglumenn í nógu að snúast þess vegna. Farið var í eitt heimahús þar sem tilkynning hafði borist um ónæði vegna ölunarláta. Þá var einn ökumaður stöðvaður fyrir ölvun við akstur og þrír fengu að gista fangageymslu fyrir það að hafa teigað ölið ótæpilega með þeim afleiðingum að óspektir fóru að gera vart við sig.