Olían lekin úr flaki Guðrúnar
Mest af olíunni sem var í tönkum íslenska fjölveiðiskipsins Guðrúnar Gísladóttur KE-15 er það sökk í Nappstraumen við Lófót í Noregi fyrir tveimur árum hefur lekið úr skipinu. Um var að ræða 365 tonn af dísilolíu og 10 tonn af smurolíu. Er tankarnir voru tæmdir um helgina reyndust aðeins 86 tonn eftir í þeim.
Frá þessu er skýrt í dag í blaðinu Lofot Tidende, sem kemur út tvisvar í viku, og er vitnað til þeirra skrifa á vefsetri svæðisútvarps norska ríkisútvarpsins í Norður-Noregi.
Þar segir Stein Inge Riise hjá björgunarfélaginu Riise Underwater Engineering að líklega megi rekja lekann til tilrauna til að hífa skipið upp frá því það sökk eigi langt undan bænum Ballstad.
Fréttin er tekin af vef Morgunblaðsins