Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Olía lekur á ný úr Guðrúnu Gísladóttur
Fimmtudagur 22. júlí 2004 kl. 09:54

Olía lekur á ný úr Guðrúnu Gísladóttur

Olía er farin að leka upp á yfirborð hafs á ný úr fjölveiðiskipinu Guðrúnu Gísladóttur KE, sem liggur á hafsbotni við Noreg, að því er greint er frá í norska blaðinu Lofotposten í dag. Þar segir að þrátt fyrir að olía hafi verð tæmd úr skipinu í byrjun júlí, sé hún á ný tekin að berast upp á hafflötinn úr skipinu. Vefsvæði Morgunblaðsins greinir frá þessu.

Í byrjun júlí lýsti fyrirtæki Riise Underwater Engineering því yfir að tekist hefði að tæma alla olíu úr skipinu. Fyrirtækið náði þá um 80 tonnum af olíu úr því. Þegar það sökk, 19. júní 2002, voru um 400 tonna olíufarmur í því og lak bróðurparturinn í hafið. Í gær staðfesti Arild Emilsen, slökkviliðsstjóri á svæðinu, að ekki sé búið að ná allri olíu úr skipinu. Hann skoðaði aðstæður á strandstað og sá þar merki um díselolíu frá skipinu.

Lekinn uppgötvaðist á þriðjudagskvöld af konu sem var við veiðar nálægt strandstaðnum. Hún tók sýni úr sjónum og sýndi slökkviliðsstjóranum það. „Ég er ekki í vafa um að díselolían er úr Guðrúnu Gísladóttur. Ekki er um þykkt lag af olíu að ræða, en þunn olíubrák er dreifð yfir nokkurt svæði,“ sagði Emilsen og bætti við að þetta væri umhverfisvandamál.

Um 900 tonna síldarfarmur er enn um borð í skipinu. Emilsen segist þó viss um að vökvinn á haffletinum stafi ekki af síldinni, heldur sé um díselolíu að ræða.

Af  mbl.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024