Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 27. apríl 2001 kl. 23:36

Olía lak í Sandgerðishöfn

Talið er að um 150 lítrar af svartolíu hafi lekið í Sandgerðishöfn. Olíunnar varð vart nú síðdegis og voru bæði lögregla og fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja kallaðir til. Olían var að mestu inn á milli skipa en var einnig farin að reka út í höfnina. Sandgerðishöfn átti von á niðurbrotsefnum fyrir kvöldið sem átti að dreifa yfir olíuna sem var þykk að sjá. Fuglalíf virðist hafa sloppið þar sem olían var á einangruðu svæði við Suðurgarð Sandgerðishafnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024