Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 2. nóvember 2001 kl. 12:06

Olía flæddi um bryggju í Sandgerði

Norðurgarður Sandgerðishafnar var löðrandi í dieselolíu nú rétt fyrir hádegi. Talið er að 50-60 lítrar af olíu hafi lekið af bíl sem ók um bryggjuna. Orsakir slyssins eru þó óljósar sem stendur.Slökkvilið Sandgerðis vinnur nú að hreinsun á svæðinu og gat Reynir Sveinsson slökkviliðsstjóri ekki sagt til um umfang olíuslyssins þegar Víkurfréttir töluðu við hann nú í hádeginu. Hjá Sandgerðishöfn var sömu upplýsingar að hafa. Hafnarstjórinn var úti við hreinsunarstörf og frekari upplýsingar ekki að hafa fyrr en hann kæmi í hús.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024