Óli Stefán segir starfi sínu lausu
Óli Stefán Flóventsson hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari meistaraflokks Grindavíkur í knattspyrun. Uppsögnin tekur gildi að tímabili loknu.
„Óli hefur unnið frábært starf fyrir knattspyrnudeildina þau þrjú ár sem hann hefur þjálfað hér sem aðalþjálfari og eitt ár sem aðstoðarþjálfari. Við þökkum honum fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í hverju því verkefni sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir í tilkynningu frá stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur.