Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óli Geir „Ég er umdeildur og veit af því“
Mánudagur 10. júní 2013 kl. 07:11

Óli Geir „Ég er umdeildur og veit af því“

Beðið eftir því að eitthvað færi úrskeiðis á KMF

Fátt hefur verið meira rætt að undanförnu en tónlistarhátíðin Keflavík Music Festival sem fram fór um liðna helgi í Reykjanesbæ. Uppi varð fótur og fit þegar ýmislegt fór úrskeiðis á fyrsta degi hatíðarinnar og í kjölfarið hætti nokkur fjöldi listamanna við að koma fram á hátíðinni. Skipuleggjendur KMF, þeir Ólafur Geir Jónsson og Pálmi Þór Erlingsson hafa verið á milli tannanna á fólki síðan á fimmtudag þegar hátíðin hófst, en þeir hafa opinberlega beðist afsökunnar á því sem miður fór. Óli Geir lét svo loks í sér heyra á samskiptamiðlinum facebook í gær en þar sagði hann helgina þá erfiðustu sem hann hafi upplifað.

„Hér er ég, ber höfuðið hátt. Það eru til tvær hliðar af öllu en á meðan hátíðinni stóð yfir þá fannst mér þögnin vera best. Eftir margra mánaða undirbúning þá er erfiðustu helgi lífs míns lokið. Ég er nú á margra vörum og allir virðist vita best, sérstaklega þeir sem mættu ekki á Keflavík Music Festival 2013,“ segir Óli Geir á facebooksíðu sinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fólk orðljótt á netinu

Óli Geir er hvað sárastur yfir því hve orðljótt fólk hafi verið á netinu í hans garð en hann segist lesa allar þær athugasemdir sem snúa að honum og hátíðinni.

„Það sem særir mig mest er hversu orðljótt fólk getur verið bakvið tölvuskjáinn. Sumir halda virkilega að kommentin þeirra séu mér ósýnileg, ég les þau öll. Ég er með breitt bak, læt þetta ekki bögga mig því ég veit betur.“

Á skrifum Óla Geir er ljóst að hann gerir sér grein fyrir því að hann sé umdeildur. Hann segir að ef um einhverja aðra skipuleggjendur hafi verið að ræða þá hefði umfjöllunun í fjölmiðlum og samskiptavefjum ekki farið fram á þennan hátt.

„Ég er umdeildur og veit af því, veit líka að ef einhver annar hefði verið að halda þessa hátíð og þessir sömu hlutir hefðu klikkað þá hefði þessi umfjöllun aldrei farið í gang. Ég fann fyrir því allan tímann að margir þarna úti voru að bíða eftir að eitthvað myndi klikka, enda mikill og stór viðburður sem við settum upp, aðeins tveir að verki.“

Að lokum þakkar Óli Geir þann stuðning sem honum var veittur og þá sérstaklega þeim sem sóttu hátíðina. Hátt í 400 manns hafa líkað við skrif Óla Geirs og þeir sem hafa skrifað athugasemdir hafa jákvæða hluti að segja varðandi hátíðina.

„Ég vil þakka öllum þeim sem sóttu hátíðina og ekki síður fyrir þá hegðun og umgegni sem átti sér stað. Ég er virkilega þakklátur fyrir þau hlýju orð sem ég hef fengið í innhólfið mitt, það er gott að eiga góða að.“