Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Óli á Stað GK seldur til Fáskrúðsfjarðar
Óli á Stað GK 99 hefur verið seldur austur á firði. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 5. febrúar 2016 kl. 09:03

Óli á Stað GK seldur til Fáskrúðsfjarðar

- ásamt 1.164 tonna kvóti í krókaaflamarkskerfinu.

Hjálmar ehf., dótturfélag Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, hefur keypt línubátinn Óla á Stað GK af Stakkavík í Grindavík. Báturinn, sem fengið hefur nafnið Sandfell SU 75. Hann kom til nýrrar heimahafnar á Fáskrúðsfirði í gær, skv. frétt Fiskifrétta. Með í kaupunum fylgir 1.164 tonna kvóti í krókaaflamarkskerfinu en á móti lætur Loðnuvinnslan frá sér 200 tonna kvóta í aflamarkskerfinu.

„Tilgangurinn með kaupunum er fyrst og fremst sá að styrkja okkur í bolfiski og að auki hjálpar það markaðslega að geta boðið upp á línufisk auk trollfisksins,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar í samtali við Fiskifréttir.

 

Public deli
Public deli