Mánudagur 6. nóvember 2000 kl. 13:36
Óli á Stað GK kominn úr endurbótum
Stakkavík hf. í Grindavík tók á móti breyttu fiskiskipi um sl. helgi.Skipið, Óli á Stað GK, kom þá til landsins frá Lettlandi eftir umtalsverðar breytingar. Skutur skipsins hefur verið sleginn út ásamt ýmsum öðrum breytinum á skipinu. 150 manns tóku á móti Óla á Stað þegar hann kom til Grindavíkur.