Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 17. apríl 2000 kl. 17:42

Ólga á fundi Skipulags- og byggingarnefndar

Nefndarmenn í Skipulags- og byggingarnefnd Reykjanesbæjar voru ekki á eitt sáttir þegar átti að taka ákvörðun um lokun Holtsgötu við Bolafót. Lokunin var þó að lokum samþykkt með þremur atkvæðum meirihlutans gegn tveimur atkvæðum minnihlutans. Fulltrúar minnihlutans, þeir Friðrik Ragnarsson og Jóhann Kristjánsson, töldu að lokunin væri stórhættuleg m.t.t. aukins umferðarþunga á gatnamótum Borgarvegar og Njarðarbrautar. „Okkur þykir ekki sýnt að umferð um Holtsgötu minnki, heldur þvert á móti aukist hún til muna. Aðeins eitt hús mun hafa hag að lokun þessari, en það er hús formanns Skipulags- og byggingarnefndar“, segir í bókun minnihlutans og eiga þeir þá við hús Árna Inga Stefánssonar sem stendur á horni Holtsgötu og Bolafótar. Meirihlutinn lagði einnig fram bókun og þar segja þeir að gert hafi verið ráð fyrir lokun Holtsgötu við Bolafót í gildandi aðalskipulagi frá 1995 og einnig í umferðarskipulagi frá 1991. „Við þessa lokun afmarkast betur íbúðahverfið frá iðnaðarhverfinu og þar með leggst af akstur um Holtsgötuna í iðnaðarsvæðið. Þegar unnið er að skipulagi íbúðahverfis er reynt að hindra óþarfa gegnumakstur. Það er sannfæring okkar að með því að halda okkur við gildandi skipulag, sé verið að gera öruggara og vistvænna umhverfi fyrir íbúana“, stendur orðrétt í bókun meirihlutans.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024