Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Öldurót við Grindavík
Föstudagur 30. nóvember 2007 kl. 17:47

Öldurót við Grindavík

Þeir voru tilkomumiklir hvítfryssandi brimskaflarnir í öldurótinu sem stíf norðaustanáttin skóp utan við Grindavík í dag og stóð særokið langt upp á land um tíma.
Heldur hefur bætt í vind með deginum en veðurspáin gerði ráð fyrir norðaustan 15-23 m/s á Faxaflóasvæðinu með skúrum eða slydduéljum. Samkvæmt spánni dregur úr vindi í kvöld og nótt og kólnar. Á morgun er spáð 8-13, yfirleitt léttskýjuðu og frosti á bilinu 0-5 stig.


Mynd: Mikið öldurót var við Grindavík síðdegis í dag þegar þessi mynd var tekin við innsiglinguna. Hópnesviti í baksýn. VF-mynd: Ellert Grétarsson.


Sjá myndasafn: Öldurót við Grindavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024