Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Öldauður ferðalangur
Lögreglan á Suðurnesjum var í fyrrakvöld kvödd að flughóteli á Keflavíkurflugvelli, þar sem gestur, er bókaður var í flug til Kaupmannahafnar í gær, hafði verið ölvaður og með óspektir.
Mánudagur 29. október 2012 kl. 11:42

Öldauður ferðalangur

Lögreglan á Suðurnesjum var í fyrrakvöld kvödd að flugvallarhóteli á Keflavíkurflugvelli, þar sem gestur, er bókaður var í flug til Kaupmannahafnar í gær, hafði verið ölvaður og með óspektir. Hafði hann meðal annars dreift ýmsum munum í eigu sinni á á gólfið og sýnt af sér ýmis konar ólíðandi háttsemi aðra.

Þegar lögreglumenn komu á staðinn lá gesturinn öldauður á gólfi  á gangi við afgreiðslu. Hann var færður á lögreglustöð þar sem hann var látinn sofa úr sér. Að því búnu gat hann hafið ferðalag sitt í háloftunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024