Ólafur Þór nýr formaður sveitarstjórnaráðs
Aðalfundur sveitarstjórnaráðs Samfylkingarinnar var haldinn 8. október. Þar tók Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Sandgerði, við formennsku í ráðinu af Björk Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa. Þetta kemur fram á vef Samfylkingarinnar.
Geirlaug Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Borgarbyggð, er nýr varaformaður sveitarstjórnaráðs. Aðrir í stjórn eru Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi Mosfellsbæ, Elvar Jónsson, bæjarfulltrúi Fjarðabyggð og Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Sveitarstjórnaráð er samstarfsvettvangur kjörinna fulltrúa Samfylkingarinnar í sveitarstjórnum um allt land og tengiliður sveitarstjórnafólks við þingflokk og stjórn flokksins. Fundurinn var haldinn á Hallveigarstíg en sveitarstjórnafulltrúar sækja nú árlega fjárlmálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík.