Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ólafur sestur í bæjarstjórastólinn
Miðvikudagur 7. ágúst 2002 kl. 14:22

Ólafur sestur í bæjarstjórastólinn

Ólafur Örn Ólafsson er nýráðinn bæjarstjóri í Grindavík en hann settist í bæjarstjórastólinn 1. ágúst sl. Ólafur er fæddur og uppalinn á Akureyri en áður en hann settist að í Grindavík hafði hann verið aðstoða-framkvæmdarstjóri hjá Jysk Linen´n Furn i  ture í Vancouver. Hann hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina og vann til að mynda í sjö ár hjá Eimskip,  Þar af  í f i  mm ár  var hann forstöðumaður skrifstofunnar í St. John´s á Nýfundnalandi . Um tíma fjármálastjóri hjá Slippstöðinni á Akureyri og þjónustufulltrúi hjá Kerfi hf í Reykjavík, ásamt því að stunda sjóinn talsvert á yngri árum.Ólafur er lærður viðskiptafræðingur úr Háskóla Íslands, útgerðartæknir frá Tækniskólanum, stýrimaður úr Stýrimannaskóla Vestmannaeyja og svo náði hann sér einnig í einkaflugmannsréttindi . Aðspurður hvernig það hefði komið til að hann hefði orðið bæjarstjóri í Grindavík sagði Ólafur [Ólafur Ö. Ólafsson] að fjölskyldan hefði verið farinn að huga að flutningi til Íslands og þegar starf bæjarstjóra í Grindavík var laust setti hann sig í samband við formann bæjarráðs . Síðan þróaðis málið koll af kolli þar til hann settist í stólinn. Að sögn Ólafs leggst starfið mjög vel í hann enda lýst honum vel á allar aðstæður, starfsfólkið og bæinn sjálfan og séu hans fyrstu kynni af bænum mjög góð. Það kom honum mjög á óvart hversu snyrtilegur bærinn er og hve mikla þjónustu hann býður upp á. Benti hann sérstaklega á sundlaugina sem dæmi um það en hún væri alveg sérstaklega  góð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024