Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 10. maí 2002 kl. 14:54

Ólafur Ragnar mætti í afmæli Njarðvíkurskóla

60 ára afmælishátíð Njarðvíkurskóla hélt áfram í dag en hún hefur nú staðið yfir alla vikuna og hafa krakkar skólans verið að vinna í ýmsum verkefnum tengdum henni. Í dag var svo hátíðardagskrá á sal skólans, þar sem m.a. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands var með ávarp og gekk í stofur.                  Sýningin í skólanum er opin til kl. 17:00 en í hverri stofu taka kennarar og nokkrir nemendur á móti gestum. Kaffistofa 10. bekkjar er í heimilisfræðistofunni og á gangi þar fyrir framan. Allur ágóði af þessari kaffisölu rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.
Í kvöld kl. 20:00 verður svo “Söngur tímans“ sýndur í Frumleikhúsinu og er miðaverð kr. 300 fyrir börn en 500 kr. fyrir fullorðna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024