Ólafur Ragnar Grímsson í heimsókn í Rockville
Forseti Íslands, Herra Ólafur Ragnar Grímsson, mun heimsækja Byrgið í Rockville þann 10. apríl næstkomandi. Hann mun kynna sér starfsemina og ræða við vistmenn og starfsfólk Byrgisins.
Í fréttatilkynningu frá Byrginu segir að forsetinn sé væntanlegur þangað um hádegisbilið og mun hann snæða hádegisverð í Rockville.
Byrgið hýsir nú 55 einstaklinga, 44 karlmenn og ellefu konur, það sem af er marsmánuði hafa ellefu nýir einstaklingar komið til meðferðar. Mikil aukning hefur orðið á notkun fíkninefna síðustu mánuði og aukning afbrota hefur fylgt í kjölfarið, samkvæmt skráningu Byrgisins.
Í fréttatilkynningu frá Byrginu segir að forsetinn sé væntanlegur þangað um hádegisbilið og mun hann snæða hádegisverð í Rockville.
Byrgið hýsir nú 55 einstaklinga, 44 karlmenn og ellefu konur, það sem af er marsmánuði hafa ellefu nýir einstaklingar komið til meðferðar. Mikil aukning hefur orðið á notkun fíkninefna síðustu mánuði og aukning afbrota hefur fylgt í kjölfarið, samkvæmt skráningu Byrgisins.