Ökuréttindalausir stöðvaðir af lögreglu
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka bifreið sviptur ökuréttindum á Suðurnesjum í gær. Þá varð umferðaróhapp í Vogum er bifreið var ekið á grindaverk og ökumaður ók af vettvangi. Lögreglumenn fundu bifreiðina og ræddu við ökumann sem reyndist ekki hafa öðlast ökuréttindi. Minniháttar tjón varð.
Þá þurfti lögreglan að sinna tveimur ölvunarútköllum.