Ökuréttindalaus með fíkniefni
Lögreglumenn í Keflavík höfðu snemma í gærmorgun afskipti af ökumanni í Keflavík vegna gruns um ölvun við akstur. Hann var auk þess án ökuréttinda þar sem hann hafði verið sviptur þeim áður. Leit var gerð á ökumanninum og farþega í bifreiðinni vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við þá leit fannst á farþeganum meint fíkniefni, um eitt gramm af hassi og eitt gramm af amfetamíni. Við leit í bifreiðinni fundust síðan um þrjú grömm af amfetamíni. Ökumaðurinn og farþeginn voru vistaðir í fangaklefa vegna málsrannsóknar. Þeim var síðan sleppt síðar í gær eftir yfirheyrslu.
Mynd úr safni