Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ökuréttindalaus í hraðakstri
Þriðjudagur 25. október 2016 kl. 06:00

Ökuréttindalaus í hraðakstri

Rúmlega þrítugur ökumaður, sem mældist um helgina á 121 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund, reyndist einungis hafa réttindi til að aka bifhjóli þegar lögreglan á Suðurnesjum bað hann um ökuskírteini.

Átta ökumenn til viðbótar voru kærðir fyrir hraðakstur, þar af einn sem ók á 137 km hraða eftir Reykjanesbrautinni þar sem hámarkshraði er 90 km. Þá voru höfð afskipti af einum ökumanni vegna gruns um að hann væri ölvaður undir stýri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024