Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ökuníðingi veitt eftirför
Ljósmynd: Lögreglan
Mánudagur 18. mars 2019 kl. 10:29

Ökuníðingi veitt eftirför

Einn þeirra tæplega 30 ökumanna sem lögreglan á Suðurnesjum hefur kært fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglubifreiðar á Reykjanesbraut heldur ók rakleiðis áfram í átt að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lögreglumenn veittu honum eftirför alllanga vegalengd en hann lét ekki segjast fyrr en annarri lögreglubifreið var ekið á móti honum og þá loks stöðvaði hann. Þarna var á ferðinni erlendur ferðamaður sem  játaði hraðaksturinn, sem mældist 157 km á klukkustund,  og greiddi sekt á staðnum.
 
Öðrum ökumanni þurfti að veita eftirför þar sem viðkomandi stöðvaði ekki bifreið sína þrátt fyrir notkun forgangsljósa. Sá var grunaður um ölvunarakstur.
 
Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af nær tíu bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar. Enn fremur hafði lögregla afskipti af allmörgum ökumönnum sem virtu ekki stöðvunarskyldu, töluðu í síma undir stýri án handfrjáls búnaðar eða lögði bifreiðum sínum ólöglega.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024