Ökumenn við skóla til sóma
Lögreglan á Suðurnesjum hélt uppi eftirliti með umferð við grunnskóla og leikskóla í umdæminu í vikunni. Allir þeir ökumenn sem áttu leið um viðkomandi götur voru í öryggisbeltum og enginn ók yfir hámarkshraða.
Ástand var því í góðu lagi að öllu leyti nema því að nokkrir foreldrar höfðu lagt bílum sínum upp á gangstétt við einn leikskólann og skapað þar með óþægindi fyrir gangandi vegfarendur. Lögregla ræddi við ökumennina, sem þetta gerðu og lofuðu þeir að láta þetta ekki koma fyrir aftur.