Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ökumenn til fyrirmyndar
Mánudagur 17. desember 2012 kl. 11:12

Ökumenn til fyrirmyndar

Lögreglan á Suðurnesjum hélt uppi eftirliti vegna hugsanlegs  ölvunaraksturs víðs vegar í umdæminu um helgina. Alls voru 167 ökumenn stöðvaðir og er skemmst frá því að segja að allir voru þeir til fyrirmyndar.

Lögregla fagnar þessari niðurstöðu átaksins gegn ölvunarakstri, sem verður fram haldið í umdæminu,  og hvetur vegfarendur til að fara varlega í umferðinni hér eftir sem hingað til.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024