Ökumenn spóluðu og óku ógætilega
Tveir ökumenn voru á dögunum kærðir fyrir glæfraakstur. Þeir höfðu gert sér að leik að spóla og aka mjög ógætilega við gatnamót í Keflavík. Þá handtók Lögreglan á Suðurnesjum ökumann í gærkvöld sem var undir áhrifum fíkniefna. Annar ökumaður var handtekinn vegna gruns um neyslu áfengis og fíkniefna. Sá var einnig með amfetamín og kannbis í fórum sínum. Þá er ekki allt upptalið því hann var einnig án ökuréttinda.