Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ökumenn létu norðurljósin trufla einbeitingu við akstur
Ökumaðurinn átti í erfiðleikum með að halda bílnum á réttri akrein því hann var að horfa á norðurljósin. Ljósmynd/elg
Föstudagur 10. febrúar 2017 kl. 11:08

Ökumenn létu norðurljósin trufla einbeitingu við akstur


Lögreglan á Suðurnesjum hafði tvisvar sinnum í vikunni afskipti af erlendum ferðamönnum sem tóku norðurljósasýn fram yfir öryggi í umferðinni. Í öðru tilvikinu veittu lögreglumenn bifreið athygli sem ekið var á Reykjanesbraut við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Virtist ökumaðurinn eiga í erfiðleikum með að halda henni á réttri akgrein og benti aksturslagið jafnvel til þess að hann hefði eitthvað misjafnt á samviskunni. Ölvun reyndist þó ekki vera ástæða þessa heldur tjáði hann lögreglumönnum að hann hefði skyndilega orðið var við norðurljós og ekki tímt að taka af þeim augun þó að hann hefði haldið akstrinum áfram. Honum var bent á að stöðva bifreiðina á öruggum stað ef hann ætlaði að halda áfram að horfa upp í himingeiminn.

Í hinu tilvikinu var bifreið ekið með rásandi aksturslagi fram hjá Kaffitári og inn í Njarðvík. Þar var á ferðinni hópur ferðamanna og kvaðst ökumaðurinn skyndilega hafa orðið var við norðurljós þar sem hann ók með hópinn eftir Reykjanesbraut í átt að Reykjanesbæ. Hann fékk sömu leiðbeiningar og hinn norðurljósaökumaðurinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024