Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ökumenn í fíkniefnaakstri
Föstudagur 14. febrúar 2014 kl. 15:19

Ökumenn í fíkniefnaakstri

- og klippurnar á lofti.

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði för tveggja ökumanna í vikunni vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum fíkniefna. Annar viðurkenndi að hafa neytt kannabis en sýnatökur á lögreglustöð staðfestu einnig neyslu hans á amfetamíni.

Hinn ökumaðurinn reyndist hafa neytt kannabis og ópíumefnis, að því er sýnatökur staðfestu.

Þá fjarlægðu lögreglumenn skráningarnúmer af þremur bifreiðum, sem voru ótryggðar og einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur. Bifreið hans mældist á 124 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Enn fremur voru höfð afskipti af ökumanni sem var ekki með öryggisbelti spennt og öðrum sem var ekki með ökuskírteini sitt meðferðis.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024