Ökumenn í annarlegu ástandi
Lögreglan a Suðurnesjum stöðvaði í gærkvöld ökumann grunaðan um akstur undir áhrifum amfetamíns. Gerð var húsleit á heimili ökumannsins og fann lögreglan 30 grömm af meintu amfetamíni ásamt neysluáhöldum. Í gærdag var annar ökumaður stöðvaður í umferðinni og reyndist hann vera undir áhrifum fíkniefna.