Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ökumenn á hraðferð og óskoðaðir bílar
Fimmtudagur 30. mars 2006 kl. 09:14

Ökumenn á hraðferð og óskoðaðir bílar

Talsvert bar á hraðakstri í gær í umdæmi lögreglunnar en síðasta sólarhringinn hafa átta ökumenn verið gripnir vegna þessa. Allir voru þeir teknir á Reykjanesbraut, fyrir utan einn ökumann sem varð uppvís að of hröðum akstri innanbæjar í Sandgerði.
Sá sem hraðast ók á Brautinni mældist á 129 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km. Annar var tekinn á 123 og sá þriðji á 116.

Þá voru eigendur átta bifreiða boðaðir með ökutæki sín til skoðunar. Virðist vera nokkuð um það að bíleigendur dragi það endalaust að láta skoða bíla sína en haft var eftir fulltrúa frá Umferðarstofu í morgun að oft á tíðum væri ekki vandamálið að eitthvað væri að bílunum, heldur væri mjög oft um trassaskap að ræða, sem gæti haft stóraukinn kostnað í för með sér fyrir bíleigendur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024