Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ökumaðurinn grunaður um ölvun
Mánudagur 26. apríl 2010 kl. 11:50

Ökumaðurinn grunaður um ölvun


Ökumaður jeppabifreiðarinnar, sem hafnaði á ljósastaur og valt við Mánatorg á laugardaginn, er grunaður um að ölvun við akstur samkvæmt því er fram kemur í fréttatilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum vegna málsins. Tvær stúlkur létust í slysinu.

Fréttatilkynning lögreglunnar á Suðurnesjum er svohljóðandi:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Fréttatilkynning frá Lögreglunni á Suðurnesjum
varðandi umferðarslys þar sem tvær stúlkur létust


Laugardaginn 24.04.2010, kl. 06:33, var Lögreglan á Suðurnesjum kvödd út vegna umferðarslyss á Hringbraut í Reykjanesbæ, skammt sunnan Mánatorgs. Ökumaður jeppabifreiðar sem ekið hafði verið norður Hringbraut hafði misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á ljósastaur norðan akbrautinnar og síðan utanvegar sunnan vegarins þar sem hún valt.
Fjórir voru í bifreiðinni, piltur sem ók og þrjár stúlkur, allt ungmenni 18-19 ára gömul. Stúlkurnar þrjár sem ekki virðast hafa verið í bílbelti köstuðust út úr bifreiðinni en pilturinn sem ók var í bílbelti. Stúlkurnar slösuðust allar mjög alvarlega og voru fluttar á Landspítalann og færðar á gjörgæsludeild. Tvær stúlknanna létust að kvöldi sunnudagsins 25.04. en þriðju stúlkunni er enn haldið sofandi í öndunarvél.
Pilturinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en reyndist lítið slasaður. Hann er grunaður um ölvun við akstur en öll höfðu ungmenninn verið að skemmta sér um nóttina.
Lögreglan á Suðurnesjum vinnur að rannsókn málsins.“