Ökumaðurinn gaf sig fram
Ökumaðurinn sem ók á dreng við Lyngholt í Keflavík í morgun og lýst var eftir hér á vf.is hefur gefið sig fram við lögregluna.
Maðurinn varð fyrir því óhappi í morgun að aka á ungan dreng á leið í skólann. Ökumaðurinn gaf sig á tal við drenginn og taldi hann ómeiddan og yfirgaf því vettvang. Hins vegar kom í ljós að drengurinn hlaut áverka í slysinu og í framhaldi af því var lýst eftir ökumanninum.