Ökumaður stöðvaður með laust barn í aftursæti
Ökumaður óskoðaðrar bifreiðar með laust barn í aftursætinu var stöðvaður í gærkvöldi af lögreglunni í Keflavík. Ökumaðurinn var ekki með ökuskírteini meðferðis og barnið sem var laust í aftursætinu var ungt að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.
Nú stendur yfir umferðarátak lögregluliða á Suðvesturlandi þar sem lögð er áhersla á að fylgjast með ölvunarakstri og réttindalausum ökumönnum. Í gærkvöldi stöðvuðu lögreglumenn bifreið á Reykjanesbraut sem ók á 123 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.
Nú stendur yfir umferðarátak lögregluliða á Suðvesturlandi þar sem lögð er áhersla á að fylgjast með ölvunarakstri og réttindalausum ökumönnum. Í gærkvöldi stöðvuðu lögreglumenn bifreið á Reykjanesbraut sem ók á 123 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.