Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ökumaður sem ók á dreng ófundinn
Laugardagur 1. desember 2007 kl. 10:32

Ökumaður sem ók á dreng ófundinn

Lögreglu hefur enn ekki tekist að hafa upp á bifreið sem ekið var á fjögurra ára dreng á gatnamótum Vesturgötu og Birkiteigs í Keflavík síðdegis í gær. Ökumaðurinn ók af vettvangi en bifreiðin er dökkur skutbíll.

Drengurinn er alvarlega slasaður og er haldið sofandi í öndunarvél. Lögreglan hvetur alla þá sem hafa einhverja vitneskju um málið að hafa samband.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024