Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ökumaður með kannabis í handtösku
Mánudagur 15. apríl 2013 kl. 10:02

Ökumaður með kannabis í handtösku

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina þrjá ökumenn, sem allir voru uppvísir að því að aka undir áhrifum fíkniefna. Rúmlega fertug kona reyndist hafa neytt kannabisefa, að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu. Við leit á heimili hennar fannst kannabisefni í handtösku.

Þá stöðvaði lögregla akstur tæplega tvítugs karlmanns, sem reyndist ekki vera með ökuskírteini meðferðis. Gaus megn kannabislykt út úr bíl hans þegar hann steig út úr honum. Hann viðurkenndi kannabisneyslu. Það gerði einnig farþegi sem var í bílnum með honum.

Loks var karlmaður á fertugsaldri stöðvaður og játaði hann neyslu á kannabis eftir að hann hafði verið færður á lögreglustöð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024