Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ökumaður með kannabis
Miðvikudagur 2. janúar 2013 kl. 13:22

Ökumaður með kannabis

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöld rúmlega tvítugan ökumann, sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann viðurkenndi að hafa reykt kannabis í gærdag og staðfestu sýnatökur á lögreglustöð það. Við leit í bifreið mannsins fundust kannabisefni í hólfi við útvarpstæki.

Áður hafði lögregla handtekið þrjá ökumenn, sem einnig voru grunaðir um fíkniefnaakstur. Einn þeirra hafði þegar verið sviptur ökuréttindum. Sýnatökur staðfestu neyslu ökumannanna á kannabisefnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024