Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ökumaður með fíkniefni í vasanum
Fimmtudagur 1. nóvember 2012 kl. 16:48

Ökumaður með fíkniefni í vasanum

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni þrjá ökumenn, sem allir voru grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna.

Við leit í bifreið eins þeirra fundust leifar af umbúðum utan af fíkniefnum. Í bifreið annars ökumanns var yfirþyrmandi kannabislykt, þegar lögregla stöðvaði för hans. Sá ökumaður reyndist vera með fíkniefni í buxnavasa sínum, þegar hann var handtekinn. Allir ökumennirnir þrír viðurkenndu neyslu fíkniefna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024