Ökumaður með efni og lyfjakokteil í blóðinu
Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum tók úr umferð í fyrrinótt vegna gruns um fíkniefnaakstur reyndist vera með bæði meint fíkniefni og lyf í bifreið sinni. Sýnatökur bentu til þess að hann hefði neytt fíkniefna- og lyfjablöndu sem samanstóð af sex tegundum efna. Meðferðis hafði maðurinn golfkylfu og hníf og ók að auki á 107 km hraða þar sem hámarkshraði er 70 km á klukkustund , þegar hann var stöðvaður.
Þá hafa á annan tug ökumanna verið kærðir fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Átta voru staðnir að því að tala í síma án handfrjáls búnaðar og skráningarnúmer voru fjarlægð af sjö bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar í umferðinni. Að auki voru höfð afskipti af fáeinum ökumönnum vegna gruns um vímuefnaakstur.