Ökumaður í vímu í árekstri á bílastæði matvöruverslunar
Tveir bílar lentu í árekstri á bílastæðunum við Bónus á Fitjum í vikunni. Annar ökumannanna var undir áhrifum fíkniefna og hafði ekki ökuréttindi. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar kenndi eymsla og fór á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.
Á Reykjanesbraut missti ökumaður stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann hafnaði á vegriði. Bíllinn var óökufær og ökumaður slapp ómeiddur.