Sunnudagur 16. júlí 2006 kl. 21:18
Ökumaður í Grindavík beit lögreglumann
Snemma morguns stöðvaði lögregla ökumann í Grindavík. Var ökumaður grunaður um ölvun við akstur. Þessum afskiptum tók ökumaður illa og beit lögreglumann. Ökumaður var handtekinn og færður á lögreglustöðina í Keflavík.