Ökumaður framvísaði kannabisefnum
Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af um helgina framvísaði kannabisefnum þegar við hann var rætt. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð.
Fáeinir ökumenn til viðbótar voru kærðir fyrir fíkniefna- eða ölvunarakstur. Einn þeirra ók jafnframt sviptur ökuréttindum.
Þá voru sex ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Einn þeirra ók hópferðabifreið án farþega. Annar sem ók á 105 km hraða þar sem hámarkshraði er 70 km á klukkustund kvaðst ekki hafa áttað sig á að hraðamælirinn mældi í mílum en ekki kílómetrum og því hefði farið sem fór.