Ökumaður bifhjóls þungt haldinn eftir umferðarslys í Garðinum
Alvarlegt umferðarslys varð í Garðinum á níunda tímanum í kvöld. Ökumaður bifhjóls slasaðist mjög alvarlega í árekstri við litla jeppabifreið á Garðbraut í Garði. Ökumaður bifhjólsins var fluttur með sjúkrabifreið á Landsspítala í Fossvogi. Að sögn lögrelgu er maðurinn þungt haldinn. Tilkynnt var um slysið kl. 20:39. Tildrög slyssins eru óljós en vinna á vettvangi slyssins stendur ennþá yfir. Allt tiltækt lögreglulið ásamt sjúkraflutningsmönnum og tækjabíl slökkviliðs var kallað til. Þá voru einnig á slysstað tveir læknar frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Meðfylgjandi ljósmyndir tók Hilmar Bragi á vettvangi slyssins í kvöld.