Ökumaður bifhjóls fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur
Ökumaður bifhjóls datt af hjóli sínu í gærkvöldi og var óskað eftir lögreglu og sjúkrabifreið að Sólbrekkubraut. Ökumaðurinn fann til eymsla í baki. Var ökumaðurinn fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur. Reyndist hann með brotinn hryggjarlið.
Brautin er notuð fyrir torfærubifhjól og er staðsett skammt frá Seltjörn.