Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ökufantur tekinn á 155 km hraða
Föstudagur 25. september 2009 kl. 08:32

Ökufantur tekinn á 155 km hraða


Nokkrir ökumenn eiga von á sektarkröfum eftir gærdaginn þar sem þeir voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Einn þeirra var tekin á 155 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Ökumannsins bíður 140 þúsund króna sekt og 2ja mánaða svipting ökuleyfis auk 3ja refsipunkta í ökuferilskrá.
Einnig tók lögreglan á Suðurnesjum ökumenn á 130 km og 121 km hraða í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024