Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ökufantur með spíra og kannabis
Mánudagur 26. september 2016 kl. 11:22

Ökufantur með spíra og kannabis

Rúmlega tvítugur karlmaður, sem ók á 171 km. hraða á Reykjanesbraut um helgina reyndist vera með meint kannabis í hanskahólfi bifreiðar sinnar. Jafnframt fundu lögreglumenn á Suðurnesjum 10 lítra fötu í bifreiðinni. Var fatan full af meintum spíra. Ökumaðurinn viðurkenndi eign sína á efnum og vökva og jafnframt á vog og kannabismyljara sem einnig fundust í bifreiðinni.

Maðurinn var ekki með ökuskírteini meðferðis. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða vegna hraðakstursins. Grunur leikur á að hann hafi verið undir áhrifum vímuefna undur stýri.

Fimm ökumenn hafa, auk þessa ofangreinda verið kærðir fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum og tveir til viðbótar fyrir ölvunarakstur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024