Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óku um í málarnámu án leyfis
Fimmtudagur 21. júlí 2005 kl. 09:49

Óku um í málarnámu án leyfis

Einn ökumaður var stöðvaður á Hafnargötu í Reykjanesbæ þar sem hann ók þar um á 11000 kg vörubifreið en ökutækjum þyngri en 7500 kg að heildarþyngd er óheimil för um götuna.

Lögreglan hafði afskipti af bifhjólamönnum sem höfðu verið að aka hjólum sínum í malarnámum í nágrenni Grindavíkur en eins og flestir vita er akstur slíkra tækja háður mjög ströngum skilyrðum. Eitt þeirra er að ef menn hyggjast aka í malarnámu þá þurfa þeir leyfi viðkomandi landeiganda til þess.

Á dagvaktinni voru þrír ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut.  Sá sem hraðast fór var mældur á 124 km þar sem hámarkshraði er 90 km. 

Lögreglan kærði einn ökumann fyrir hraðakstur á næturvaktinni. Einn ölvaður maður leitaði á náðir lögreglunnar og fékk að gista fangaklefa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024