Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óku á og stungu af
Föstudagur 21. október 2005 kl. 09:06

Óku á og stungu af

Tvö tilvik komu til kasta lögreglu í gær þar sem ekið hafði verið utan í mannlausar bifreiðar og brotamaðurinn svo stungið af án þess að láta vita.

í fyrra tilvikinu var lögregla kölluð að bifreiðstæðinu við pósthúsið í Keflavík þar sem ekið hafði verið á bifreið og tjónvaldur ekið á brott. Lögregla fór á staðinn og hitti þar eiganda dökkgrárrar Hyundai Getz bifreiðar. Ákoma var á hægra framhorni bifreiðarinnar. Ekki er vitað um tjónvald og eins er ekki víst að ekið hafi verið á bifreiðina utan við pósthúsið.

Skömmu eftir hádegi kom eigandi svartar Toyota bifreiðar á lögreglustöð og tilkynnti að ekið hafi verið utan í bifreið hans og tjónvaldur ekið á brott. Um er að ræða tveggja vikna gamla bifreið. Rispa var á vinstra afturbretti ofan við hjólið. Ökumaðurinn taldi að ekið hafi verði á bifreiðina utan við líkamsræktarstöðina Lífstíl í Keflavík í gærkvöldi eða utan við Art-húsið á Hafnargötu í Keflavík.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um atburðina eru beðnir um að snúa sér til lögreglu s: 420 2400
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024