Ókst þú á dreng á Tjarnabraut?
Þann 30. maí um klukkan 16:00 var ekið á 9 ára dreng á Tjarnabraut í Innri Njarðvík, til móts við Blikatjörn af konu á dökkbláum jeppa eða jepplingi. Drengurinn meiddist ekki alvarlega en lögreglan óskar eftir að ná tali af ökumanninum. Lögregla biður því ökumann, eða aðra sem kunna að hafa upplýsingar um málið, að hafa samband í síma 420 1800.