Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ókeypis rágjöf nú einnig á Suðurnesjum
Þriðjudagur 12. maí 2020 kl. 15:26

Ókeypis rágjöf nú einnig á Suðurnesjum

Krabbameinsfélagið býður nú upp á ráðgjöf og stuðning án endurgjalds á Suðurnesjum fyrir þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Í gær var skrifað undir samning á milli Krabbameinsfélagsins, Reykjanesbæjar og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja um að veita ráðgjöf og stuðning án endurgjalds fyrir þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra á svæðinu. Fagaðilar frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins munu veita ráðgjöfina tvo daga í mánuði og fer hún fram í Ráðhúsi Reykjanesbæjar.

„Þetta er bætt þjónusta fyrir íbúana okkar þannig að við erum afar ánægðir með það að ná svona samkomulagi á milli þessara aðila til að gera enn betur fyrir íbúana okkar hér,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins samanstendur af hjúkrunarfræðingum, sálfræðingi, kynfræðingi, lýðheilsufræðingi og félagsráðgjafa og mikið er lagt upp úr jafningastuðningi í gegnum stuðningshópa og stuðningsnet félagsins og aðildarfélaga þess.

„Þetta er bara tímabært vegna ástandsins að koma með ráðgjöf hingað suðureftir enda erum við stórt svæði og það er alveg þörf fyrir þetta,“ segir Sigríður Erlingsdóttir, starfsmaður Krabbameinsfélags Suðurnesja.

Krabbameinsfélagið hefur aukið þjónustu við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra á landsbyggðinni, þannig er ráðgjöf nú veitt hjá félögunum á Austurlandi, Selfossi og Akureyri auk hefðbundins starfs félaganna þar. Á Suðurnesjum er nú einnig verið að fara af stað með stuðningshópa í endurbættu húsnæði félagsins.

„Það er mikið um greiningar hérna suðurfrá. Bara að geta veitta þessa auka þjónustu frá heilbrigðisstarfsmanni og fagaðila. Þannig að þessi viðbót er kærkomin,“ segir Sigríður.

„Ég vil þakka þeim sem hafa haft frumkvæði og komu þessu samkomulagi á og við hlökkum til samtarfsins við Krabbameinsfélagið, bæði Krabbameinsfélag Íslands og náttúrulega starfsfólki hér suðurfrá, heilbrigðisstofnun og aðra sem að málinu koma,“ segir Kjartan Már.